<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Samkvæmt Gerði systur er ég kontról frík! Maðr hlýtur nú að taka svona ásakarnir vel til greina...

Sat annars í 6 klukkutíma í dag og stúdderaði 70. gr. stjórnarskrárinnar, en hún fjallar um réttinn á málsmeðferð fyrir dómstólum og hljóðar svo:

,,Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsuma málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð."

Alveg merkilegt hvað er hægt að rýna lengi í svo fá orð...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?