<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 21, 2005

Það eru að koma páskar. En öllu alvarlegar þá er komið að skattskýrsluskilum! Og það í dag held ég barasta (var að átta mig á því), svo maðr þarf kannski að skvera einni slíkri af í dag. Nú eða frekar að fá gálgafrestinn og slugsast með þetta yfir páskana. Þetta er nú annars orðið svo einfalt, allt meira og minna forskráð.
Nú svo fer að líða að prófum, aðeins 4 tímar eftir af stjórnskipunarréttinum og þá skellur á próflestur.

Annars er það mál málanna að Gerður systir er að kaupa sér land á eyju nokkurri í gríska Eyjahafinu sem heitir Andikyþira, og er á milli Krítar og Peloponnisos-skaga Grikklands. Já, þar hyggst hún ætla að ala manninn ásamt einhverjum slatta hunda og annarra kvikinda um ókomna tíð. Og sem meira er þá segist hún líka vera búin að finna stað fyrir restaurantinn minn á þessari sömu eyju. Sem kítlar nú soldið grísku taugarnar í mér, sérstaklega eftir að hafa fengið senda mynd af herlegheitunum – útsýni yfir höfnina! Ekki slæmt það, barasta alls ekki slæmt... Ætla að sofa á því. Allavega ekki verra að vera lögfræðimenntaður ef maðr hyggst á bissness þar í landi, bara að hafa nafnbótina ætti að vera nóg til að halda liðinu í skefjum, þó maðr hafi ekki lögin þar á hreinu (það er nú líka hálfgert aukaatriði þar á bæjum).

mánudagur, mars 07, 2005

Hlýt að hafa meint næstu tvo mánuði, er allavega orðið nógu assk... langt síðan ég var hérna síðast, enda langt gengið á nýtt ár...
EN, má ég kynna hr. Salómon Bóbó junior, nýjasta fjölskyldumeðliminn. Þeir sem þekktu mig fyrir áratug síðan ættu að ráma í nafnið og eiga eflaust einhverjar minningar um Salla Bó eldri, en í þá daga keyrðum við Salómon í gegnum súrt og sætt á götum borgarinnar, og upp um stöku fjöll og firnindi. Hann var semsagt fyrsti bíllinn minn, blár daihatsu charade og gegndi sínu hlutverki af mikilli kostgæfni þar til hann var seldur fyrir ársdvöl í Mexíkó. Síðan hafa komið og farið nokkrir ónafngreindir og misgóðir þar til nú að afkomandi Salómons er kominn til sögunnar.
Í stuttu máli er frökenin semsagt komin á lítinn bláan daihatsu charade, enda aldeilis kominn tími til held ég barasta...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?