<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 08, 2004

Stund milli stríða - en bara örstutt.
Skrifleysa ekki að rekja til letinnar að þessu sinni heldur próflesturseinangrunar. Réttarsagan í morgun, og ég held mér hafi gengið ágætlega, ætla samt ekki að láta nein stór orð falla um það fyrr en einkunnir birtast. Drakk svo mikið kaffi í gær að mér kom varla dúr á í nótt og fór því all vansvefta í prófið.
En nú er alvaran framundan, hið miiiiiikla próf á döfinni eftir tvær vikur, og ég hreinlega skelf við tilhugsunina. Enda fengum við það veganesti úr síðasta tímanum að flest okkar myndum þurfa að taka prófið í annað sinn...
En jæja, þýðir ekki að slóra. Verður semsagt ekki mikið að frétta af mér héðan næstu tvær vikur...

Lifið heil og eigið góðan jólaundirbúning :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?