<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 30, 2004

Held ég sé með óeðlilega öran hárvöxt, hef ekki undan að reyta kollinn, og strax orðið sítt að aftan...

Vinna í gærkvöld, en var voða rólegt svo við Brynsí duttum í eitthvað heimspekisukk. Þurftum svo mikið að ræða eðli mannsins að enginn tími gafst til að sinna gestunum. En ég er allavega þeirrar skoðunar að maðurinn geti í eðli sínu hvorki verið góður né slæmur þar sem hugtökin “gott” og “slæmt” eru afstæð; hafa breytilegt inntak á mismunandi tímum og við mismunandi aðstæður. Og hananú. Nú svo bar líka Aristóteles mjög á góma en stúlkan er einmitt að taka hann soldið fyrir núna í heimspekináminu sínu. En Drífunni (yfirþjónku) leist nú ekki á blikuna þegar umræðurnar voru komnar út í vangaveltur um hvort samviska mannsins væri lærð, og sendi Brynsí inn í sal að sinna gestunum.
Hætti snemma vegna rólegheita og hitti Ástuna, en hún var að skemmta sér með vinnufélögunum. Tókum tvö lög í karókí og einn leik í púl og héldum svo í bæinn. Sorrí, en ég er bara ekki alveg að meika Rex. Hitti reyndar nokkra fyrrum vinnufélaga þar, sem var nú bara gaman. En stemmingin þarna er eitthvað svo voðalega stressuð. Allir svo mikið að líta í kringum sig, sýna-sig-sjá-aðra og passa varalitinn og augnskuggann. Minnti mig soldið á þegar við vinkonurnar vorum að djamma fyrir 10 árum. En síðan þá hafa áherslurnar hjá manni örlítið breyst og nú kýs ég miklu fremur að vera í kompaníi með skemmtilegu fólki, fremur en fallegu. Svo við Ásta stungum af og kíktum á nokkra staði áður en við héldum heim með feita Hlölla í kjaftinum.

Og samkvæmislífið heldur áfram, en í kvöld er ég að hitta Jónana (fyrrum vinnufélaga). Ætlum að hittast og fara út að borða, sem verður bara gaman þar sem ég hef ekki séð þau flest í einhver ár.

En góðir gestir, hingað og ekki lengra, nú verð ég að taka smá sprett í lestrinum....

Kenning dagsins:
“Skynsemin greinir manninn frá dýrunum” – Held ég verði að vera sammála þar, allavega þykir mér hann Bjartur minn ekki hafa mikla skynsemi, en hann er ennþá að reyna að þefa uppi hamsturinn...

föstudagur, október 29, 2004

Hann Bjartur minn var svo yndislegur að færa mér gjöf. Hmm... Alveg vel meint hjá honum örugglega sko. En hamstur var nú ekki efst á óskalistanum mínum. Kom semsagt mað hamstur (já, hamstur, þekki alveg muninn) í munninum og bara rétti mér. Litli vinurinn alveg ómeiddur, soldið skelfingu lostinn, en jafnaði sig nú fljótlega. Og þá vildi Bjartur náttlega fá hann aftur...
Staðan nú sú að uppi á skáp hjá mér er skókassi með litlum músalingshamstri, sem fer nú óðum að óverdósa á pringles. Veit ekki hvar í ósköpunum hann sonur minn hefur nappað honum, en það er sosum ekki aðalmálið. Málið er hamsturinn í skókassanum sem vantar nú heimili (því það veit ég að kisi mun ekki deyja ráðalaus fyrr en hamsturinn er fundinn!). Svo ef einhver býður sig fram? (hann/hún er ógisslega mikil dúlla)

Anný í Dýraríkinu...

Veðurguðirnir komnir í staupið aftur. Eða hvað á það að þýða að vera snjóandi á þessum tíma árs? Legg til að vér leggjumst á eitt og mótmælum þessum ósköpum og heimtum nýtt veðurfar!

Búin að vera aldeilis dugleg við að lesa ekki neitt þessa vikuna. Hékk þess í stað heillengi hjá henni Hrafnhildi minni nánast allan miðvikudaginn, þar sem við ræddum nú aldeilis raunir okkar, að ekta kvenmannssið. Sem er nú bara skemmtilegt svona af og til. Þræddi svo í gegnum alla tónlistina hennar (sem er nú ekki lítið magn sko) Var aldeilis sátt við lífið þegar heim kom, hlustandi á nýju diskana sem ég fékk hjá Krummunni.
Ástan kíkti svo í krýsu-kaffi (þurfti að koma með kaffipoka og sykur með sér, því frökenin var nú ekki á því að hætta sér út í búð og frjósa í hel). Og það var skrafað og drukkið ógrinnin öll af kaffi frameftir kvöldi.

Annars er það að frétta að ég er nú komin með nóg af þröngu þingi hér á bæ, og er að stækka við mig. Herbergi að losna hjá mér um helgina, og ég ætla sko að leggja það undir mig. Alveg hætt að geta andað hérna. Sem þýðir náttlega að frökenin þarf að bæta við sig meiri vinnu, kostar víst sinn skildinginn að vera til og draga andann og hver skvermeter af andrúmslofti í lokuðu rými er víst með sína gjaldskrá. Svo ég er núna að líta í kringum mig hér í nágrenninu eftir smá aukadjobbi...

Og þá þýðir ekki að sitja bara á rassgatinu...

Nokkrar lífsins staðreyndir:

1) Þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar. Það er bara lögmál!
2) Þegar kaffipokarnir eru búnir, þá notar maðr bara eldhúsrúlluna, virkar alveg sko.
3) Þegar maðr fer í kaffi til Krummu, tekur maður mjólk með sér.
4) Reykingar drepa, en þannig endar þetta víst hvort eð er.
5) Ef maður les ekki, nær maður líklega ekki prófunum...
6) Grísk speki: Ekki gera í dag, sem getur mögulega beðið til morguns.
7) Og: Alls ekki gera meira en þú kemst upp með!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?