<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 06, 2004

Opnaði karamellujógúrtina mína í morgun og byrjaði aldeilis að háma í mig, en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar að hún var full af trefjum. Hefði kannski átt að taka eftir litnum sem var ekki alveg eðlilegur, en var alltof nývöknuð og grunlaus. Ekki nóg með að vera stútfullt af múslí heldur var þetta þar að auki LÉTT jógúrt! Sem jók nú heldur betur á horrorinn. Einhver skilaboð að handan kannski? Varð svo mikið um að ég fékk þetta heljarins hnerrakast í kjölfarið. Hlýt að vera með ofnæmi fyrir hollustu – það nær þá ekkert lengra...

Þjáist annars líka af bloggstíflu af verstu gerð, svo slæm að varðar sjúkrahúsvistun... En ætla nú að reyna að snýta henni úr mér.

Það hefur nú ágætlega margt drifið á dagana síðana síðast; heil páskahátíð kom og fór með dekri og stórfelldu súkkulaðiáti, og sumarið víst gengið í garð með ágætis snjókomu þessa dagana. Er ekki alveg að átta mig á þessu veðurfari, guðirnir eitthvað í glasi þessa dagana.
Stórfelldar breytingar hafa líka átt sér stað undanfarnar vikur. Elskulegur “fóstursonur” minn frá Perú fékk reisupassann frá Íslenska Ríkinu og er nú horfinn úr Paradís. Ekki dugði tuð okkar systra í öll möguleg ráðuneyti landsins að þessu sinni, en svo virðist sem drengurinn sé ekki nógu þóknanlegur þegn þjóðarinnar að svo stöddu. Og er hans sárt saknað núna.
Nú og svo er hún litla frænka (sem er nú reyndar ekki svo lítil lengur) flutt inn og höfum við Gerður ákveðið að spilla henni soldið...

Miklar ákvarðanir hafa líka verið teknar, en eftir að hafa lesið í gegnum öll útlendingalögin og reglugerðir sem þeim fylgja fékk undirrituð þessa líka rosa góðu hugmynd að skella sér í lögfræðinám í haust. Hef sjaldan fengið aðra eins hugljómun...This page is powered by Blogger. Isn't yours?