<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 21, 2004

Jæja, við Gerður brugðum nú aldeilis undir okkur betri fætinum (þ.e.a.s. bílnum hennar Erlu frænku...) um helgina og skelltum okkur austur fyrir fjall. Ástæða þessa ferðalags okkar var að kanna aðstæður á Stokkseyri, athuga með húsnæði og hvort aðstæður gætu átt saman með fyrirhuguðum viðskiptahugmyndum... Fengum litlu súkkudrusluna hennar Erlu frænku lánaða og lögðum í´ann eftir hádegi. Vorum ekki komnar út af hundraðogeitt svæðinu þegar á vegi okkar urðu þrír föngulegir bakpokarar, og þar sem við höfum haft það fyrir sið að taka upp puttlinga stöðvuðum við og tróðum þeim afturí, þrátt fyrir hundana tvo og þrjá risavaxna bakpoka sem mennirnir báru á herðum sér. Og þrátt fyrir að bíllinn rúmi varla fleiri en tvo (alls) tókst okkur öllum (fimm fullvöxnum, tveimur fjörfættum og þremur útilegubakpokum) að komast heilu á höldnu til Hveragerðis, en þar fóru þeir ferðalangar út, þá orðnir algjörlega blóðlausir og krambúleraðir í löppunum. Og soldið skelkaðir, sérstaklega eftir að við sögðum þeim söguna um þegar við tókum löggumanninn uppí í Albaníu. Vissum reyndar ekki að hann væri lögga fyrr en hann fór út úr bílnum á áfangastað, náhvítur í framan og orðlaus eftir aksturslagið hjá Gerði. Ef við hefðum nú vitað að maðurinn væri laganna vörður hefðum við kannski ekki keyrt sodlið hægar í beygjunum. En manngreyið var sem sagt svo skelkaður eftir það ferðalag að hann hafði ekki rænu á því að sekta okkur, sennilega bara dauðslifandi feginn að komast heilu á höldnu í burtu frá okkur.
Héldum för okkar áfram til Stokkseyris en þegar þangað var komið byrjaði að úrhellisrigna og tókum við því sem “sign”-i að þetta væri ekki “rétti” staðurinn.

En allavega, ætla að halda áfram að mála...föstudagur, mars 19, 2004

Saumó í gærkvöld og þar var að sjálfsögðu það helsta í heimsmálunum tekið fyrir á mjög uppbyggilegan hátt. Erum nebblega allar miklar veraldarkonur í þessum klúbb, en eins og gefur að skilja gerðum við breik á heimsmálaumræðu og innanríkismálum á meðan Batsjelör var á skjánum. Og að sjálfsögðu var mikið pælt yfir þeim efnunum, og hlegið og hneykslast... Og voða mikið borðað af dýrindis kræsingum sem Frú Magga hafði útbúið. Kvittaði vel fyrir mig með ógurlegu saltstenguráti, eiginlega tilneydd því sessunautur minn í sófanum fannst lyktin af þeim svo voða góð að ég sá mér ekki annað fært en að háma áfram í mig. Held ég hafi hreinlega óverdósað af saltstöngum. Eiga örugglega eftir að ofsækja mig í martröðum um ókomnar nætur...
En talandi um saumaklúbbinn. Hann samanstendur af okkur nokkrum sem höfum þekkst síðan úr grunnskóla, en þar sem ég hef verið soldið erlendis undanfarin misseri hef ég ekki mikið séð af þeim síðustu árin. Og eins og dögg fyrir sólu rennur það upp fyrir mér að þorrinn (ja, það er að segja allar nema ég) er nú orðið gift fjölskyldufólk með nánast uppkomin börn! Ég get ekki annað en litið á sjálfa mig spurt hvort ég hafi ef til vill misst af einhverjum skólatímanum þarna um árið? ...

þriðjudagur, mars 16, 2004

Framtakssemin alveg að fara með mig þessa dagana.
Með rísandi sól og ilmi vors lyftist nefnilega aldeilis á
manni létta brúnin, og hjólin fara öll að snúast. Dundi
allt í einu yfir mig í gær í vorblíðunni að það kemur
sumar á eftir vetri (þó maður geti oft ekki ímyndað sér
það í mestu harðindunum), og þrátt fyrir svartsýni
hins Mikla Spámanns veðurstofu í gærkvöld um kólnandi
komandi daga, er vorið komið á minn bæ. Með tilheyrandi
göngutúrum með hundana niðrí fjöru og vorhreingerningu
í bæði mynd og máli, húsi og höfði. Og þetta árið er
nú aldeilis margt á döfinni í draumalandi. Bókaskrif,
fatahönnum, húsgagnasmíði, söngmenntun og myndlist,
en í gær málaði ég alveg heilt málverk. Og byrjaði á öðru,
gat varla farið að sofa, fannst ég þurfa að mála allan heiminn.
Nú og svo bíð ég spennt eftir hinu mikla ástarævintýri sem
ég á í vændum. Dreymdi nefnilega eitthvað um daginn sem
fróðir menn segja vita á eitthvað í þeim efnum. En reyndar
hef ég nú ákveðið að láta karlpeninginn algjörlega eiga sig.
Komið gott af slíku í bili...

laugardagur, mars 13, 2004

Gvuð hvað mér er illt í fótunum, það er ekkert grín að fara
á djammið og dansa í marga klukkutíma. Var svo þvílíkt á
dansskónnum í gær að sólinn var nær horfinn þegar ég skreið
loks heim undir morgunn. Átti ekkert að vera langt stopp
en fór samt svo að við vorum búin að skilja eftir skóför okkar
á nær öllum skemmtistöðum miðborgarinnar. Voða gaman.
En nú er ég með pínu hausverk, og voða voða þreytt í fótunum.
Málið að taka því aldeilis rólega bara í dag.

Hef ákveðið að búa til kvikmynd um Perúbúann. En hann
hélt leit sinni áfram að blakliði í gær. Hringdi þar sem hann
var staddur í strætó og vissi ekkert hvar hann ætti að fara
út, rétti tólið að bílstjóranum svo ég gæti beðið hann að
segja drengnum hvar hann ætti að fara út. Síminn hringdi
svo aftur nokkru síðar og þá var blakþjálfarinn á hinum
endanum. Hann deyr sko ekki ráðalaus þó hann tali ekki alveg
rétta tungumálið. Eldaði svo svakalega góðan kjúklingarétt
ofan í okkur Gerði í gærkvöld, vorum í matarvímu í marga
klukkutíma á eftir. Er alveg að fíla þessa sambúð.

Nú svo er ég á fullu þessa dagana að koma næstu viðskiptahugmynd
í framkvæmd. Þýðir ekkert að tvíóna við hlutina, gerist víst
ekkert ef maður situr bara á rassgatinu og lætur sig dreyma...

Jæja, ætla nú að leggjast undir sæng og horfa á rerunnið af sörvævör...

Brandari dagsins:

A guy was picking through the frozen chickens at the supermarket but couldn’t find one big enough, so he turned to a passing shelf-stacker and asked, “Do these turkeys get any bigger?”

“No,” came the reply, “they’re dead.”


fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég held að tíminn hljóti að hafa hoppað yfir einhverja daga að undanförnu.
Nokkrar vikur jafnvel. Hef ekki undan að fletta mánuðunum á dagatalinu.
Mars allt í einu kominn í öllu sínu vorroksveldi, virðist hafa læðst upp að
mér, mér algjörlega að óvöru...
Á eftir að fá slag einn daginn þegar ég lít í spegil og sé grásprengt hár og
djúpar hrukkur, and I will not have seen it coming...
En þýðir ekki að tuða yfir því.

Er nú að jafna mig á hlátursköstum síðustu daga, en það var svo slæmt
í dag að ég bókstaflega lá í gólfinu og barðist fyrir lífi mínu á meðan Guffa
frænka slóst við pissublöðruna. Held það geti ekki verið heilbrigt að hlæja
svona mikið. Ætli svona köst brenni kaloríum? Það væri allavega ekki verra...

Gerður átti afmæli í gær og að sjálfsögðu héldum við hátíðlega upp á það,
með tilheyrandi súkkulaðiköku, sinfóníutónlist og kertaljósum. Minnti mig
soldið á Addams fjölskylduna. Og Perúbúanum brá ekkert í brún þegar
hann kom heim, held hann sé bara hættur að fá sjokk þegar hann labbar
inn um dyrnar. Talandi um Perúbúann. Ætlaði að vera voðalega hjálpleg
í gær og aðstoða hann við að finna blaklið sem hann gæti spilað með, en
sendi hann óvart á blakæfingu með kvennaliði! Sem hann var nú svosem
ekkert ósáttur við...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?