<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Jæja, þá hefur minn sérskipaði þjónustufulltrúi hjá símanum
nú tengt mig við umheiminn áný. Er nefnilega flutt í mína
heittelskuðu íbúð aftur, þar sem hann sonur minn fjórfættur
beið með faðminn útbreiddan. Þessi elska. Og hér hefur
ekkert breyst, þrátt fyrir að heill her af fólki hafi búið hér síðan
ég fór út. Úlpan mín á sama snaganum við útidyrnar og hárnæringin
mín situr meira að segja á sama stað inni á baði.
Tæpum tveimur árum síðar!
Þakkaði nú bara guði fyrir að mjólkin mín var ekki orðin tveggja ára
gömul inni í ísskáp... Er nú á fullu að koma mér fyrir þrátt fyrir slæma
flensu og stöffuðum nebba. Ákvað meira að segja að taka þvottahúsið
í gegn líka og mála það hátt og lágt, og gamli maðurinn á efri hæðinni
alveg í skýjunum yfir þeirri ákvörðun minni. Fannst alveg yndislegt að
sjá að ungt fólk væri til í að vinna nú til dags.

Hef verið að velta því fyrir mér núna upp á síðkastið að fá mér
bíldruslu til að koma mér á milli staða, en hef nú ekki borið árangur
sem erfiði og tók því af skarið og hætti mér í bíltúr með strætó um
daginn. Og ég varð nú bara alveg yfir mig hlessa. Já sá merkisdagur
hefur runnið upp að hún Anný ætlar algjörlega að hætta að baktala
stætisvagna Reykjavíkur, með öllu! Því það var nú aldeilis þjónustan
sem ég fékk. Tók sexuna í mjódd til þess svo að ná tvistinum
einhversstaðar, en þar sem ég vissi ekki alveg hvar og hvernig (orðið
soldið langt síðan ég tók strætó hér í borg) spurði ég bílstjórann, sem
gerði sér þá bara lítið fyrir og hringdi í tvistinn og bað hann að bíða
eftir mér á Hlemmi. Sem hann og gerði! Ja, þetta kalla ég þjónustu.
Svo ég er jafnvel bara að spá í að hætta við bíldrusluleitina,
og fá mér bara græna kortið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?