<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Brrrrr....
Einhvernveginn misminnti mig svona hrapalega veðurfarið hér.
Ég komst til Íslands heilu á höldnu í lok nóvember, eftir þó ekki
alveg áfallalaust ferðalag.
Ástæða skrifleysunnar undanfarnar vikur á einfaldlega rætur að
rekja til frostbitinna fingra, en ástandið var orðið þvílíkt að ég sá
mér ekki annað fært en að flýja í ylinn á Ítalíu yfir hátíðirnar.
En hvaða remmedía er betri við kuldaskjálfta og sultardropum en
sólin á Sikiley, pítsurnar í Napólí og rústirnar í Róm?
Já, kem nú endurnærð eftir 2 vikur á Miðjarðarhafs”heimaslóðum”
og tilbúin að takast á við blákaldan og íslenskan raunveruleikann...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?