<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 17, 2003

Komin með flugið heim í heiðardalinn...
Já, eins og hálfs árs “heimsreisunni” (sem náði nú aldrei út fyrir Evrópu)
lokið og ég á leiðinni heim eftir viku, eða 24. nóv. Enda kannski ekki
seinna vænna því ég fann annan sporðdreka í íbúðinni, í eldhúsinu OG
bakgarðurinn iðandi af tarantúlum - kannski ekki alveg tarantúlur en
allavega eitthvað skylt þeim, allt of stórar og allt of loðnar fyrir minn smekk.
Svo er veðrið líka orðið voða eitthvad ekki alveg nogu gott, rigning og kalt,
svo það er alveg eins gott, að vera heima í kuldanum eins og hér...
Svo nú er ég bara á fullu að undirbúa brottför, takmarkið að koma öllu
fyrir í sama bakpokanum og ég kom með. Vicky vinkona ætlar að taka
að sér Afroditi, sem er rosa fínt því þá þarf hún ekkert að flytja. Hætti
á fasteignasölunni í síðustu viku og er nú bara að ganga frá útistandandi
málum þar.

Voda busy...

mánudagur, nóvember 03, 2003

Nú eru daglegar samræður okkar Marks komnar á það stig
að ég held ég fari að hljóta alvarlegan andlegan skaða af,
svo nú hef ég útbúið honum “List of things Anný does NOT
need to hear”, og er hann þegar orðinn nokkuð langur...
Það er nú bara svo og svo mikið sem leggjandi er á mitt
saklausa hjarta. Svo ekki sé nú minnst á þegar báðir eru
hérna samankomnir, Mark og Victor, þá eru engin takmörk
í gildi og allt umræðuefni handan allra landamæra og
siðferðismarka...

Það er kominn nóvember, ja hérna og hér um bil.
Var að leita að flugi á netinu í morgunn og hef nú líklega
fundið flugið mitt heim þann 4. desember og fyrir innan
við 20.000 kall alla leið til Íslands, ekki slæmt það og bara
líklega betra en að keyra til Englands eins og hugmyndin
var.

Gerður systir kom í heimsókn yfir helgina með hundana
sína tvo og Afródíti gerði allt hvað hún gat til að bola þeim
út af heimilinu og kvartaði þessi ósköp yfir því að ég skildi
bjóða óvininum inn fyrir dyr. Hún getur verið svo óborganlega
frek og gæti sennilega fælt fíl á flótta, ef hún færi öfugumegin
framúr þann morguninn, svei mér þá...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?