<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 04, 2005

Eitt eftir!!! Mikið svakalega er ég að verða þreytt á þessum lestri. Ekki það að efnið sé leiðinlegt, öðru nær. En mikið verð ég fegin þegar þessu er öllu aflokið...
Stjórnskipunarréttur í gær. Og að sjálfsögðu fellur maður á tíma þrátt fyrir að hafa skrifað stanslaust í alla þrjá tímana...
Já vel á minnst. Heldur betur komin í fýlu út í Háskóla Íslands. Finnst þeir ekki alveg vera með áherslurnar í lagi. Eða hvað á þessi opnunartími bókhlöðunnar eiginlega AÐ ÞÝÐA??? Var heldur betur fúl þegar ég var rekin út klukkan FIMM á föstudegi. (Já það er opið til fimm á föstudögum, laugardögum og sunnudögum yfir prófin). Bjánalegt segi ég nú bara. Og ekki nóg með það. Til að pirra mann enn frekar þá loka þeir kaffisölunni klukkan sex á þeim fáu dögum sem opið er til tíu (og enginn sjálfsali)
OG hvað á það að þýða að hafa sama próftíma (3 klst) fyrir 3 eininga kúrsa og allt að 9 eininga kúrsa?... Má maður ekki fá að taka þetta almennilega?
Held ég þurfi nú barasta að koma mér í háskólapólitíkina...

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Samkvæmt Gerði systur er ég kontról frík! Maðr hlýtur nú að taka svona ásakarnir vel til greina...

Sat annars í 6 klukkutíma í dag og stúdderaði 70. gr. stjórnarskrárinnar, en hún fjallar um réttinn á málsmeðferð fyrir dómstólum og hljóðar svo:

,,Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsuma málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð."

Alveg merkilegt hvað er hægt að rýna lengi í svo fá orð...

mánudagur, mars 21, 2005

Það eru að koma páskar. En öllu alvarlegar þá er komið að skattskýrsluskilum! Og það í dag held ég barasta (var að átta mig á því), svo maðr þarf kannski að skvera einni slíkri af í dag. Nú eða frekar að fá gálgafrestinn og slugsast með þetta yfir páskana. Þetta er nú annars orðið svo einfalt, allt meira og minna forskráð.
Nú svo fer að líða að prófum, aðeins 4 tímar eftir af stjórnskipunarréttinum og þá skellur á próflestur.

Annars er það mál málanna að Gerður systir er að kaupa sér land á eyju nokkurri í gríska Eyjahafinu sem heitir Andikyþira, og er á milli Krítar og Peloponnisos-skaga Grikklands. Já, þar hyggst hún ætla að ala manninn ásamt einhverjum slatta hunda og annarra kvikinda um ókomna tíð. Og sem meira er þá segist hún líka vera búin að finna stað fyrir restaurantinn minn á þessari sömu eyju. Sem kítlar nú soldið grísku taugarnar í mér, sérstaklega eftir að hafa fengið senda mynd af herlegheitunum – útsýni yfir höfnina! Ekki slæmt það, barasta alls ekki slæmt... Ætla að sofa á því. Allavega ekki verra að vera lögfræðimenntaður ef maðr hyggst á bissness þar í landi, bara að hafa nafnbótina ætti að vera nóg til að halda liðinu í skefjum, þó maðr hafi ekki lögin þar á hreinu (það er nú líka hálfgert aukaatriði þar á bæjum).

mánudagur, mars 07, 2005

Hlýt að hafa meint næstu tvo mánuði, er allavega orðið nógu assk... langt síðan ég var hérna síðast, enda langt gengið á nýtt ár...
EN, má ég kynna hr. Salómon Bóbó junior, nýjasta fjölskyldumeðliminn. Þeir sem þekktu mig fyrir áratug síðan ættu að ráma í nafnið og eiga eflaust einhverjar minningar um Salla Bó eldri, en í þá daga keyrðum við Salómon í gegnum súrt og sætt á götum borgarinnar, og upp um stöku fjöll og firnindi. Hann var semsagt fyrsti bíllinn minn, blár daihatsu charade og gegndi sínu hlutverki af mikilli kostgæfni þar til hann var seldur fyrir ársdvöl í Mexíkó. Síðan hafa komið og farið nokkrir ónafngreindir og misgóðir þar til nú að afkomandi Salómons er kominn til sögunnar.
Í stuttu máli er frökenin semsagt komin á lítinn bláan daihatsu charade, enda aldeilis kominn tími til held ég barasta...

miðvikudagur, desember 08, 2004

Stund milli stríða - en bara örstutt.
Skrifleysa ekki að rekja til letinnar að þessu sinni heldur próflesturseinangrunar. Réttarsagan í morgun, og ég held mér hafi gengið ágætlega, ætla samt ekki að láta nein stór orð falla um það fyrr en einkunnir birtast. Drakk svo mikið kaffi í gær að mér kom varla dúr á í nótt og fór því all vansvefta í prófið.
En nú er alvaran framundan, hið miiiiiikla próf á döfinni eftir tvær vikur, og ég hreinlega skelf við tilhugsunina. Enda fengum við það veganesti úr síðasta tímanum að flest okkar myndum þurfa að taka prófið í annað sinn...
En jæja, þýðir ekki að slóra. Verður semsagt ekki mikið að frétta af mér héðan næstu tvær vikur...

Lifið heil og eigið góðan jólaundirbúning :)

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Annars er ég líka í skáldaham þessa dagana. Fékk eikkvað inspiration síðustu helgi (frá dularfulla skáldinu) og hefur ansi margt bundið málið verið blaðfest síðan. Held það sé líka kominn tími á að semja tónlist. Fékk þær gleðifréttir í vikunni að pianó sé væntanlegt á heimilið, en Herdís vinkona ætlar að koma með píanóið sitt þegar hún flytur inn um mánaðamótin. Og maðr fær nú kannski að slá nokkra tóna.
Viðraði í gær djassbarshugmyndina mína við landsþekktan tónlistarmann, sem leist hreinlega ekki svo illa á. Og komu meira að segja upp tillögur að húsnæði fyrir búlluna...

En stórhugurinn ætti ef til vill að halda sig við lögskýringar í bili, prófin óðum að nálgast...

Skútan siglir seglum þöndum
strengir dúk með styrkum böndum
Bárur bera bátinn höndum
berist vindur meðfram ströndum...

Bugast ei þó blási mót
byrinn brátt hún finnur
Heldur sig við hafsins rót
heldur uns hún vinnur...

o.s.frv...

Er í arrogant skapi þessa dagana. Fékk eitthvað nóg af bjánalegu fólki og gekk meira að segja svo langt að kalla einhvern aumingja (þá er nú langt gengið á mitt umburðarlyndi). Getur fólk ekki bara tekið ábyrgð á sjálfu sér? Ef það getur ekki allavega komið hreint og beint fram og verið almennilegt, getur það bara líka verið einhversstaðar annarsstaðar en í mínu lífi, svo ég minnist nú ekki á beisikk kurteisi...

Nokkur velvalin orð:
“I am two women: One wants to have all the joy, passion and adventure that life can give. The other wants to be a slave to routine, to family life, to the things that can be planned and achieved...both of us living in the same body and doing battle with each other.” –Paulo Coelho.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Blæs út eins og blaðra þessa dagana. Held að líffærin séu komin í verkfall (allavega brunaliðið), eða hef ég kannski verið eikkvað óhófsöm í sælgætissukkinu undanfarið...? Úff, kominn tími á chicken noodles dæettinn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?